Nýr þáttur er kominn út af Íþróttavikunni, eins og alla föstudaga á 433.is, en gestur að þessu sinni er Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu deild karla.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn að vanda. Í fyrri hlutanum er farið yfir veturinn hjá Aftureldingu, nýja leikmenn, komandi leiktíð sem nýliðar í Bestu deildinni og mun fleira.
Í þeim seinni er horft til fyrsta vals Arnars Gunnlaugssonar á landsliðshópi Íslands, íslenska boltann, Meistaradeildina og fleira.
Horfðu á þáttinn í spilaranum hér ofar eða hlustaðu hér neðar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.