Karen Carney hjá TNT Sport tók Sir Jim Ratcliffe stjórnanda Manchester United af lífi í beinni útsendingu fyrir leik Manchester United og Real Sociedad í gær.
Ástæðan eru ummæli Ratcliffe í byrjun vikunnar um að hann væri ekkert að spá í kvennaliði félagsins þessa dagana.
„Kvennaliðið er miklu minna, af þeim 650 milljónum punda sem við erum með í tekjur eru 640 milljónir punda frá karlaliðinu og 10 milljónir punda koma inn í gegnum kvennaliðið,“ sagði Ratcliffe.
„Ég er viðskiptamaður og byrja því á því að reyna að laga stóru vandamálin.“
Carney var ekki sátt með þetta. „Það er enginn sem ætlast til þess að United einbeit sér ekki að karlaliðinu, en það er sorglegt að félag með þessa sögu vilji ekki fjárfesta í þeirr íþrótt sem er að stækka hraðast í heiminum,“ sagði Carney.
„Ég hélt að félagið stæði fyrir því að vera best í öllu.“
„Þetta er sorglegt og ég vona að þetta breytist.“
„I think it’s about time Manchester United caught up“
Paul Scholes is in full support of Man United’s new stadium announcement, as Karen Carney addresses Jim Ratcliffe’s comments on their women’s team 🗣
🎙@JulesBreach | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/4nXKFChtyR
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 13, 2025