Albert Guðmundsson framherji Fiorentina segir það ótrúlega gott að spila með David de Gea markverði liðsins, sá spænski hefur verið frábær í vetur.
De Gea hafði verið í árs fríi frá fótbolta eftir að samningur hans við Manchester United rann út.
De Gea hafði átt frábæra tíma hjá Manchester United í tólf ár áður en hann fór frá félaginu. Hann og Albert eru á sínu fyrsta ári hjá Fiorentina.
„Hann er virkilega auðmjúkur, þegar þú ert að ræða við hann kemur ekki sú tilfinning að hann hafi verið hjá Manchester United í ellefu ár og unnið sér inn allan þennan pening og titlana,“ segir Albert.
„Hann er virkilega jarðbundinn og gerir gæfumuninn innan vallar, hann er án nokkurs vafa besti markvörður sem ég hef spilað með.“
„Það er heppni fyrir okkur að hafa hann í markinu.“