Mikel Arteta stjóri Arsenal mun leita leiða til að styrkja sóknarleik sinn í sumar og er nú sagður vilja Leroy Sane.
Sane verður samningslaus en hann er 29 ára gamall.
Sane er ekki í stóru hlutverki hjá Bayern eftir að Vincent Kompany tók við stjórn liðsins.
Sane þekkir enska boltann vel eftir góða dvöl hjá Manchester City, hann gæti nú komið aftur til Englands.
Arsenal er þunnskipað í sóknarleiknum og þegar Bukayo Saka er ekki með er lítið að frétta.