fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. mars 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó Raheem Sterling hafi látið lítið fyrir sér fara frá því hann gekk í raðir Arsenal frá Chelsea á láni síðasta sumar er hann í góðum hópi þegar kemur að tölfræði í Meistaradeildinni.

Sterling hefur átt farsælan feril með Liverpool, Manchester City og Chelsea, en í sumar gekk hann í raðir Arsenal og má segja að það sé farið að hægjast vel á kappanum.

Hann átti þó flottan leik í gær, lagði upp tvö mörk og var valinn maður leiksins í 2-2 jafntefli Arsenal gegn PSV. Um var að ræða seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Skytturnar unnu fyrri leikinn 1-7 og fóru því þægilega áfram.

Nú hefur Sterling komið að 45 mörkum í Meistaradeildinni í gegnum tíðina, 27 mörk og 18 stoðsendingar. Athygli er nú vakin á því að David Beckham, komið að 52 mörkum, Harry Kane, 50 og Wayne Rooney, 47, eru þeir einu sem eru betri í þessum tölfræðiþætti er kemur að enskum leikmönnum í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan