Vinicius Jr leikmaður Real Madrid var í sviðsljósinu í gær þegar liðið vann Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni í Meistaradeildinni.
Vini Jr hafði klikkað á vítaspyrnu í venjulegum leiktíma og var tekinn af velli.
Þegar hann gekk af velli fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Atletico og virtist hafa gaman af því.
Vini ákvað að benda stuðningsmönnum Atletico á það að Real Madrid hefði unnið Meistaradeildina fimmtán sinnum en Atletico aldrei.
Þetta fór ekkert sérstaklega vel í hóp stuðningsmanna Atletico.
🚨1️⃣5️⃣ Vinicius tells Atléti fans: we got 15 UCLs, you zero. pic.twitter.com/Ou0oThr8fM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 12, 2025