FH og Keflavík hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Sindra Kristins Ólafssonar.
„Við þökkum Sindra Kristni kærlega fyrir veru sína í Krikanum og óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum,“ segir á vef FH.
Sindri var í tvö ár í herbúðum FH en hann fer nú aftur heim til uppeldisfélagsins.
FH ákvað að sækja sér nýjan markvörð í vetur og samdi við Mathias Rosenörn.
Það var því ljóst að spilatími Sindra yrði af skornum skammti og hann ákvað því að halda aftur heim á leið.