PSG vann Liverpool í frábærum fótboltaleik á Anfield í gær. Þar með hentu Frakkarnir enska liðinu úr leik í Meistaradeildinni.
PSG byrjaði betur og komst yfir með marki Ousmane Dembele á 12. mínútu og jafnaði þar með einvígið. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Liverpool kom af mun meiri krafti inn í seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta möguleika sína. Því var farið í framlengingu.
Þar var ekkert skorað, þó PSG hafi sótt nokkuð duglega að marki Liverpool undir lokin. Vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara leiksins.
Þar klikkuðu bæði Darwin Nunez og Curtis Jones á sínum spyrnum fyrir Liverpool og Parísarliðið því áfram.
Það vekur athygli að Jones er aðeins annar Englendingurinn til að klúðra víti í vítaspyrnukeppni í Meistaradeildinni síðan John Terry rann og klikkaði gegn Manchester United í úrslitaleiknum 2008.
2 – Curtis Jones is only the second Englishman to miss a penalty in a UEFA Champions League penalty shootout, along with John Terry in the 2008 final. Heartbreak. pic.twitter.com/N8QkUVvLa4
— OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2025