fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Real Madrid áfram eftir mikla dramatík

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 22:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Conor Gallagher kom Atletico yfir strax á 1. mínútu leiksins í kvöld og jafnaði þar með einvígið þar sem Real vann fyrri leikinn 2-1. Það reyndist eina mark venjulegs leiktíma.

Real fékk hins vegar afbragðs tækifæri til að skora sigurmark á 70. mínútu leiksins en þá klikkaði Vinicius Junior af vítapunktinum. Því var farið í framlengingu.

Þar sýndi Real því meiri áhuga að skora en tókst ekki og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Þar klikkaði Atletico á tveimur spyrnum, raunar var víti Julian Alvarez dæmt ógilt vegna tvísnertingar, og Real fer áfram. Þar mætir liðið Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson