Real Madrid er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni í kvöld.
Conor Gallagher kom Atletico yfir strax á 1. mínútu leiksins í kvöld og jafnaði þar með einvígið þar sem Real vann fyrri leikinn 2-1. Það reyndist eina mark venjulegs leiktíma.
Real fékk hins vegar afbragðs tækifæri til að skora sigurmark á 70. mínútu leiksins en þá klikkaði Vinicius Junior af vítapunktinum. Því var farið í framlengingu.
Þar sýndi Real því meiri áhuga að skora en tókst ekki og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.
Þar klikkaði Atletico á tveimur spyrnum, raunar var víti Julian Alvarez dæmt ógilt vegna tvísnertingar, og Real fer áfram. Þar mætir liðið Arsenal.