Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Lille í kvöld.
Fyrri leik liðanna í Þýskalandi lauk með 1-1 jafntefli, góð úrslit fyrir franska liðið og varð staða þess enn vænlegri þegar Jonathan David kom þeim yfir snemma leiks í kvöld.
Dortmund sneri dæminu hins vegar við í seinni hálfleik. Emre Can minnkaði muninn af vítapunktinum á 54. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar skoraði Max Beier sigurmarkið. Saman vinnur Dortmund því 3-2 og fer áfram.
Hákon Arnar Haraldsson lék stærstan hluta leiksins í kvöld, en hann skoraði mark Lille í fyrri leik liðanna.