Chelsea getur bakkað út úr því að kaupa Jadon Sancho ef honum tekst ekki að ná saman við félagið um kaup og kjör. Þessu halda ensk blöð fram í morgun.
Sancho er á láni hjá Chelsea frá Manchester United.
Ef félagið endar ofar en 14 sæti í deildinni þarf það að kaupa Sancho á 25 milljónir punda en með þeim fyrirvara að félaginu takist að semja við hann.
Sancho er ánægður hjá Chelsea en óvíst er hvort félagið vilji borga honum þau 250 þúsund pund sem hann er með hjá United.
Sancho á í sumar ár eftir af samningi sínum við United og hann gæti endað aftur hjá félaginu sem vill ekkert með hann hafa lengur.