fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Arnar útskýrir fjarveru Gylfa – Jóhann Berg mun hitta liðið á Spáni og mæta á fundi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Al-Orobah var nálægt því að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar en gat ekki gefið kost á sér.

Jóhann meiddist í síðasta leik liðsins í Sádí Arabíu og fór í myndatöku í gær.

„Hann fór í myndatöku í gær í Manchester, hann var meira meiddur en hann hélt,“ sagði Arnar á fundi í dag.

Meira:
Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

„Hann verður á Spáni á okkar slóðum á sama tíma, við hittum hann aðeins. Hann verður með á nokkrum fundum, hann var svekktur að missa af þessu.“

Mynd/Helgi Viðar

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í náðinni hjá Arnari en hann segir erfitt að velja leikmenn sem spila á Íslandi í mars. Gylfi samdi við Víking á dögunum.

„Gylfi, í mars verkefni fyrir leikmenn sem spila á Íslandi, það er ekki framtíðin fyrir okkur. Við erum á allt öðrum blaðsíðum en það, í mars er það ómögulegt fyrir leikmenn á Íslandi,“ sagði Arnar sem opnaði á það að velja Gylfa í júní þegar næsti gluggi er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gyokeres er með þrjú félög sem hann vill helst fara til í sumar

Gyokeres er með þrjú félög sem hann vill helst fara til í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar fer nánar út í viðbrögð Arons við óvæntri ákvörðun – „Mega vera í fýlu í 5 sekúndur“

Arnar fer nánar út í viðbrögð Arons við óvæntri ákvörðun – „Mega vera í fýlu í 5 sekúndur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur fengið nóg og vill burt frá Real Madrid í sumar

Hefur fengið nóg og vill burt frá Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt
433Sport
Í gær

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Í gær

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Í gær

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Í gær

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool