Hin umdeilda Wanda Nara ætlaði sér að birta mynd af börnunum sínum að borða en birti óvart nokkrar myndir af sér naktri.
Nara hafði tekið skjáskot í símanum sínum af myndinni af börnunum en neðst þar voru nektarmyndir af henni.
Wanda var þar á brjóstunum að taka sjálfsmyndir.
Mauro Icardi framherji Galatsaray og Wanda Nara slitu sambandi sínu í júlí í sumar eftir tíu ára samband. Icardi er 31 árs gamall en Wanda er 37 ára gömul.
Wanda var umboðsmaður Icardi um tíma en hún hefur verið mikið í fréttum fyrir léttklæddar myndir síðustu ár.
Wanda og Icardi eiga tvö börn saman Francesca, 8, og Isabella, 7 ára.
Umboðsmaðurinn fyrrverandi er komin með nýjan kærasta sem er rapparinn, L-Gante. Hann er þekktur rappari í Argentínu og er þrettán árum yngri en Wanda.