Arsenal er í framherjaleit fyrir sumarið og samkvæmt Sky Sports er félagið á eftir Hugo Ekitike hjá Frankfurt.
Flestir eru sammála um að Arsenal þurfi framherja, en það virðist ætla að reynast liðinu dýrkeypt í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn að eiga ekki alvöru níu.
Benjamin Sesko hefur til að mynda verið töluvert orðaður við félagið en nú er Ekitike, sem er með 18 mörk í öllum keppnum fyrir Frankfurt á leiktíðinni, sagður á blaði.
Sömu fréttir herma þó að Newcastle hafi einnig spurst fyrir um leikmanninn. Það gæti því orðið samkeppni um Ekitike, sem er sagður kosta 67 milljónir punda.