Eduardo Camavinga er á óskalista Manchester City fyrir sumarið samkvæmt Florian Plettenberg, sem starfar fyrir Sky.
Camavinga er aðeins 22 ára gamall en er miðjumaðurinn á sínu fjórða tímabili á Santiago Bernabeu. Í Madríd bjuggust menn hins vegar við því að kappinn yrði kominn lengra og tæki að sér stærra hlutverk á þessum tímapunkti.
City hyggst nýta sér það að Real Madrid skoði nú þann möguleika að selja Camavinga, sem þó er samningsbundinn í spænsku höfuðborginni til 2029.
Þá er samband City við umboðsskrifstofu Camavinga, CAA Stellar, ansi gott. Omar Marmoush, sem gekk í raðir ensku meistaranna frá Frankfurt í janúar, er til að mynda á mála hjá Stellar einnig.