Sjö aðilar úr læknateymi sem kom að því að meðhöndla Diego Maradona fyrir andlát hans munu koma fyrir dóm í dag. Eru þeir grunaðir um að bera ábyrgð á andláti hans.
Maradona lést fyrir fimm árum síðan þegar hann var sextugur.
Hann lést vegna hjartaáfalls á heimili sínu, hann hafði tveimur vikum áður farið í aðgerð vegna blæðingar á heila.
Læknateymið er sakað um vanrækslu á Maradona samkvæmt ákæru og segir að það hefði mátt koma í veg fyrir andlát hans.
Maradona hafði verið fíkill stóran hluta ævi sinnar og var nálægt því að deyja bæði árið 2000 og árð 2004 vegna þess.
Allir sem eru ákærðir í málinu hafna sök.