Manchester United hefur staðfest að verið sé að taka næsta skref í því að byggja nýjan 100 þúsund manna Old Trafford. Búist er við að hann fari í byggingu á næstunni.
Það mun kosta 2 milljarða punda að byggja völlinn.
Ríkisstjórn Bretlands og borgarstjórn Manchester eru með í verkefninu en gríðarleg uppbygging verður á svæðinu í kringum völlinn.
Völlurinn verður sá stærsti á Englandi en gamli völlur félagsins hefur verið til í 115 ár.
Félagið hefur orðið eftir á í því að byggja upp heimavelli sína en Sir Jim Ratcliffe sem stýrir félaginu í dag leggur mikla áherslu á verkefnið.
Ratcliffe sagði í viðtali í gær að á næstu 3-5 árum myndi United eiga flottasta heimavöll í fótboltanum.