Jan Paul van Hecke varnarmaður Brighton er orðaður við Liverpool en líklegt er talið að félagið sæki sér miðvörð í sumar.
Van Hecke er 24 ára gamall miðvörður frá Hollandi.
Óvíst er hvort Virgil van Dijk verði áfram í herbúðum Liverpool en samningur hans rennur út í sumar.
Van Dijk hefur ekki náð samkomulagi um að framlengja dvöl sín en sama hvort hann verði áfram eða ekki er talið að Arne Slot vilji miðvörð.
Van Hecke hefur verið öflugur í liði Brighton á þessu tímabili og er nú á blaði Liverpool.