Florian Plettenberg fréttamaður Sky Sports segir að Arne Slot stjóri Liverpool vilji gera nokkuð margar breytingar á hópi sínum í sumar.
Segir í fréttinni að Slot hafi gefið grænt ljós á það að Liverpool selji allt að fimm leikmenn í sumar.
Um er að ræða þá Caoimhin Kelleher, Wataru Endo, Harvey Elliott, Federico Chiesa og Diogo Jota.
Sky segir að allir þessir leikmenn séu til sölu í sumar fyrir rétt verð en aðrar breytingar eru einnig líklegar.
Þannig eru Virgil van Dijk, Mo Salah og Trent Alexander-Arnold allir að renna út af samningi og gætu farið frítt frá félaginu.