Tveimur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikur Liverpool og Paris Saint-Germain verður framlengdur.
Bayern Munchen fór þægilega áfram með sigri á löndum sínum í Bayer Leverkusen, 2-0. Harry Kane og Alphonso Davies skoruðu mörkin. Bayern vann fyrri leikinn 3-0 og því 5-0 samanlagt.
Inter var í þægilegum málum eftir 0-2 sigur í útileiknum gegn Feyenoord í síðustu viku. Marcus Thuram kom þeim yfir snemma leiks en Jakup Moder jafnaði seint í fyrri hálfleiknum með marki af vítapunktinum.
Hakan Calhanoglu tryggði hins vegar 2-1 sigur Inter, 4-1 samanlagt, með marki af vítapunktinum snemma í seinni hálfleik.