Leikarinn geðþekki Danny Dyer vill að West Ham taki að sér það verkefni að byggja styttu af fyrirliða liðsins Jarrod Bowen fyrir utan heimavöllinn sem fyrst.
Dyer og Bowen þekkjast vel en sá síðarnefndi er í sambandi með einmitt dóttur Dyer sem hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum á sinni lífstíð.
Bowen er orðinn afskaplega vinsæll hjá West Ham en margir eru á því máli að Dyer sé að spóla vel yfir sig með því að biðja um styttu af leikmanninum eftir aðeins nokkur ár í Lundúnum.
,,Ég ber svo mikla ást til West Ham og að fyrirliðinn sjálfur sé hluti af fjölskyldunni… Hann er stórkostlegur,“ sagði Dyer.
,,Hann er okkar maður. Hann fótbraut sig fyrir nokkru og var fjarverandi í sex vikur en kemur til baka og skorar gegn Chelsea.“
,,Við þurfum að byggja styttu af þessum manni í dag, að skora sigurmarkið í úrslitaleik í Evrópu á 92. mínútu.. Hann er nú þegar orðin goðsögn. Hann verður markahæsti leikmaður í sögu félagsins.“