Piers Morgan frægasti stuðningsmaður Arsenal tekur undir það með Roy Keane að Arsenal eigi lítinn séns á því að vinna ensku deildina á næstu árum.
Keane ræddi málin á Sky Sports í gær eftir 1-1 jafntefli Arsenal gegn Manchester United.
„Það að komast yfir línuna er erfiðasta skrefið. Gleymið Liverpool, hafið frekar áhyggjur af liðunum fyrir aftan ykkur,“ sagði Keane.
Morgan telur þetta rétt og hann segir ágætis líkur á því að Arsenal fari neðar í töflunni en liðið er í öðru sæti í dag.
„Keane hefur rétt fyrir sér miðað við spilamennskuna, það eru meiri líkur á því að Arsenal endi ekki í topp fjórum en að liðið vinni deildina.“
Umræðan er hér að neðan.
🗣️ Roy Keane to Arsenal: “Forget Liverpool, be worried about the teams behind you!” 🤷♂️
pic.twitter.com/m8ATRSXVS9— DailyAFC (@DailyAFC) March 9, 2025