Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, kynnir sinn fyrsta landsliðshóp á miðvikudaginn.
Það hefur verið boðað til fréttamannafundar í Laugardalnum klukkan 13:15 á miðvikudag og þar verður hópurinn kynntur. Situr Arnar til svara.
Um er að ræða hóp fyrir leiki gegn Kósóvó í umspili um að halda sæti Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikið er heima og að heiman en Strákarnir okkar spila sinn heimaleik á Spáni.
Margir eru spenntir fyrir því að sjá fyrsta hóp Arnars, sem tók við fyrr í vetur, og kemur í ljós hverjir þar verða eftir rúma tvo sólarhringa.