Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur opinberað ársreikning sinn sem er ansi áhugaverður. Launakostnaður félagsins lækkar um 50 milljónir króna á milli ár.
Helsta ástæða þess er að árið 2023 var Keflavík í Bestu deild karla en á síðasta ári var liðið í Lengjudeildinni.
Keflavík er með ársreikning sinn þannig að allir flokkar eru þar undir sama hatti og eru því laun og tekjur yngri flokka í þessum reikningi.
Meira:
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Tekjur knattspyrnudeildar Keflavíkur voru 365 milljónir árið 2024 og lækkuðu um tíu milljónir á milli ára.
Útsendingarréttur lækkaði um 18 milljónir á milli ára en aðrir tekjuliðir voru hærri í fyrra en árið þar á undan.
Félagið greiddi 193 milljónir í laun árið 2024 og var það lækkun um 50 milljónir frá árinu þar á undan. 26 milljón króna hagnaður var á rekstri deildarinnar á síðasta ári en tapið árið á undan var 13 milljónir.
Skuldir félagsins eru 32 milljónir eftir árið 2024 og lækka um tíu milljónir á milli ára.
Reikninginn má sjá í heild hérna.