Danny Welbeck hefur spilað með mjög mörgum góðum leikmönnum á sínum ferli en hann var á föstudag beðinn um að nefna sinn besta samherja í framlínunni á ferlinum.
Welbeck lék með leikmönnum eins og Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Dimitar Berbatov á sínum ferli en þá var hann á mála hjá Manchester United.
Welbeck hélt síðar til Arsenal og elskaði mest að spila með Alexis Sanchez sem var stórkostlegur fyrir það félag á sínum tíma.
Englendingurinn er 34 ára gamall í dag og er á mála hjá Brighton en hann á einnig að baki þónokkra leiki fyrir enska landsliðið.
,,Ég þarf að velja Sanchez. Ég og hann spiluðum marga leiki saman í framlínunni,“ sagði Welbeck.
,,Við náðum virkilega vel saman, hann var sá leikmaður sem gat séð hlaupin mín og fundið mig í fætur. Tengingin var virkilega góð okkar á milli.“