Cesc Fabregas, stjóri Como á Ítalíu, hefur staðfest það að það sé stutt í að Dele Alli fái sitt fyrsta tækifæri sem leikmaður liðsins.
Alli sem er fyrrum undrabarn Tottenham og var síðar mikilvægur leikmaður liðsins hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla og andlegra vandamála.
Fabregas ákvað að fá Alli til Como á Ítalíu á frjálsri sölu en hann hefur verið á bekknum í síðustu leikjum án þess að fá spilatíma.
,,Hann ferðaðist með okkur en hann er ekki tilbúinn í að spila ennþá, hann verður aftur á bekknum í næsta leik en svo sjáum við til,“ sagði Fabregas.
,,Ég þarf að sjá rétta tækifærið fyrir hann að koma inn í leikinn. Við þurfum að leiðbeina honum og sjá um hann. Við þurfum að hann sé í sínu besta standi þegar hann tekur þátt.“