Það eru engar líkur á því að Chelsea muni losa sig við Enzo Maresca fyrir næsta tímabil sama hvernig tímabilið endar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Maresca tók við Chelsea af Mauricio Pochettino fyrir tímabilið.
Chelsea er enn í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina en gengið undanfarið hefur verið mun verra en í byrjun veturs.
Romano segir þó að stjórnin hjá Chelsea hafi fulla trú á Ítalanum og að jafnvel þó Chelsea nái ekki Meistaradeildarsæti þá er starf hans öruggt.
Maresca er ‘ósnertanlegur’ eins og Romano orðar það og fær tækifæri til að endurbyggja leikmannahópinn næsta sumar.