Hinn umdeildi Kyle Walker þarf að passa sig eftir að hafa sést á næturklúbbi með tveimur konum í vikunni en hann er í dag búsettur í Mílanó borg.
Walker flutti þangað ásamt eiginkonu sinni Annie Kilner og börnum en hann hefur allavega tvívegis haldið framhjá konu sinni.
Walker eignaðist tvö börn með konu að nafni Lauryn Goodman og hefur Annie þrisvar sinnum verið nálægt því að skilja við eiginmann sinn.
OK Magazine heyrði í aðila sem er tengdur í fjölskylduna og hafði hún eða hann þetta að segja um stöðuna í dag.
,,Annie ákvað það að gefa hjónabandinu annað tækifæri en hann þarf að átta sig á því að hann þarf að passa sig verulega,“ sagði heimildarmaðurinn.
,,Jafnvel saklausustu hlutirnir sem hann getur gert gæti bitið hann í rassinn. Annie lætur engan labba yfir sig, hún þarf að hugsa um fjölmarga hluti þegar kemur að hjónabandinu.“
,,Hún vill sjá um strákana og er tilbúin að sjá hvað gerist í fjölskyldulífinu en hún mun aldrei fórna eigin hamingju.“