Bayern Munchen er talið vera tilbúið að selja lykilmann til þess að tryggja sér þjónustu Florian Wirtz sem spilar með Bayer Leverkusen.
Sky í Þýskalandi fjallar um málið en talið er að Coman hafi sjálfur áhuga á því að yfirgefa félagið í sumar.
Frakkinn hefur spilað stórt hlutverk hjá Bayern á þessu tímabili en hann hefur spilað 33 leiki í öllum keppnum og skorað sex mörk.
Bayern þarf hins vegar að selja til að geta keypt Wirtz frá Leverkusen og gæti liðið fengið allt að 40 milljónir evra í vasann með sölu á Coman.
Wirtz myndi kosta 80-100 milljónir evra í sumar en ensk félög eru einnig að horfa til leikmannsins sem er talinn vera einn besti sóknarsinnaði miðjumaður Evrópu.