Cristiano Ronaldo er engum líkur en hann er fertugur í dag og spilar með liði Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo hefur raðað inn mörkum með Al-Nassr undanfarin tvö ár en samtals hefur hann skorað 90 mörk í 101 leik fyrir félagið.
Portúgalinn skoraði 463 mörk áður en hann varð þrítugur og eftir að hafa fagnað þrítugsafmælinu þá hefur hann einnig skorað 463 mörk.
Það er í raun mögnuð staðreynd en Ronaldo hefur samtals skorað 926 mörk á ferlinum fyrir félagslið sem og landslið sitt, Portúgal.
Ronaldo hefur spilað fyrir stórlið í Evrópu mest allan ferilinn en nefna má Manchester United, Real Madrid og Juventus.