Það er útlit fyrir það að stórstjarnan Neymar ætli að stoppa stutt hjá uppeldisfélagi sínu Santos sem hann samdi við á dögunum.
Neymar var í tæplega tvö ár í Sádi Arabíu þar sem hann spilaði lítið sem ekkert vegna meiðsla og var staðfestur hjá Santos fyrr á þessu ári.
Samkvæmt Sport er umboðsmaður Neymar að vinna í því að koma skjólstæðingi sínum til annað hvort Bayern Munchen eða Barcelona í sumar.
Neymar vill vera í toppstandi fyrir HM 2026 en hann var nýlega valinn í brasilíska landsliðshópinn á ný.
Eins og flestir vita þá vakti Neymar fyrst heimsathygli hjá Barcelona áður en hann færði sig yfir til Paris Saint-Germain.