Enzo Maresca, stjóri Chelsea, viðurkennir það að einn af leikmönnum liðsins hafi alls ekki verið ánægður hjá félaginu í byrjun tímabils.
Um er að ræða miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall sem kom til Chelsea frá Leicester í sumar og spilar afskaplega takmarkað fyrir þá bláklæddu.
Það var Maresca sem vildi fá Englendinginn til Chelsea en hann vann með leikmanninum hjá Leicester áður en hann færði sig til Chelsea.
Maresca segir að Dewsbury-Hall hafi alls ekki sætt sig við bekkjarsetuna til að byrja með en virðist vera að sætta sig við eigið hlutverk í dag.
,,Dewsbury-Hall hefur átt í erfiðleikum með þá staðreynd að hann er ekki að spila marga leiki,“ sagði Maresca.
,,Í dag þá áttar hann sig á því að hann þarf að halda ró sinni, hann þarf að skilja það sem er í gangi. Hann er í betra ástandi þessa dagana.“