Leik Barcelona og Osasuna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna andláts en þetta var staðfest í kvöld.
Læknir Barcelona sem sá um aðallið félagsins, Carles Minarro Garcia, féll frá skömmu áður en flauta átti til leiks.
Leikurinn átti að hefjast nú klukkan 20:00 og gat Barcelona náð fjögurra stiga forskoti með sigri á heimavelli.
Það voru leikmenn Barcelona sem báðu um það að leiknum yrði frestað en frá því greinir miðillinn SER.
Osasuna mótmælti ákvörðun Barcelona að sjálfsögðu ekki og verður leikurinn spilaður á öðrum tíma.