Wolves 1 – 1 Everton
0-1 Jack Harrison(’33)
1-1 Marshall Munetsi(’41)
Wolves er nú sex stigum frá fallsæti eftir jafntefli á heimavelli við Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Marshall Munetsi tryggði Wolves stig í þessum leik eftir að Jack Harrison hafði komið Everton yfir stuttu áður.
Wolves er í 17. sæti deildarinnar með 23 stig en fyrir neðan eru bæði Ipswich og Leicester með 17 stig.
Everton er í engri fallbaráttu þrátt fyrir að vera í 14. sæti en liðið er með 33 stig og hefur gert fjögur jafntefli í síðustu fimm deildarleikjum sínum.