Brentford 0 – 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’49)
Næst síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Brentford mætti þar Aston Villa á heimavelli.
Leikurinn var nokkuð fjörugur á tímapunktum en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Ollie Watkins fyrir gestina.
Watkins kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik til að tryggja Villa afskaplega dýrmæt þrjú stig.
Villa er í harðri Evrópubaráttu og er í sjöunda sæti með 45 stig, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.