Nott. Forest 1 – 0 Manchester City
1-0 Callum Hudson-Odoi(’83)
Manchester City tapaði í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Nottingham Forest í fyrsta leik dagsins.
Forest hefur komið öllum á óvart á tímabilinu og er í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig.
City er sæti neðar með 46 en Chelsea getur nú komist í Meistaradeildarsæti með sigri á Leicester á morgun.