Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, vill fá mun meira frá sóknarmanninum Mason Greenwood sem spilar með félaginu.
Greenwood er einn mikilvægasti leikmaður Marseille en hann er fyrrum undrabarn Manchester United.
Þrátt fyrir að Englendingurinn hafi skorað 16 mörk í 26 leikjum á tímabilinu þá vill De Zerbi meira og er ekki ánægður með frammistöðu Greenwood í síðustu leikjum.
,,Það var ég sem vildi fá hann hingað, ég hef sagt það margoft. Hann var sá fyrsti sem ég hafði samband við, jafnvel áður en ég samdi við Marseille,“ sagði De Zerbi.
,,Ég hafði rætt við faðir hans og það er ekki til maður sem ber meiri virðingu fyrir honum en ég sjálfur.“
,,Það skiptir ekki máli í þessu samhengi. Ég vil meira frá honum, hann þarf að gera meira því það sem hann er að sýna í dag er ekki nóg.“