Paulo Fonseca, stjóri Lyon, er tilbúinn í slaginn en hann ætlar að áfrýja níu mánaða banni sem hann var dæmdur í á dögunum.
Fonseca brjálaðist á hliðarlínunni í leik sinna manna við Brest í Frakkland og fór ‘enni í enni’ við dómara leiksins og fékk í kjölfarið rautt spjald.
Fonseca er ásakaður um að hafa ætlað að skalla dómarann sem veldur því að hann fái níu mánaða bann sem er enginn smá tími.
Hann harðneitar því að hafa ætlað að ráðast á dómarann í leiknum og heimtar það réttlæti sem hann á skilið.
,,Ég er tilbúinn í slaginn. Ég mun aldrei gefast upp. Við getum áfrýjað þessu og fengið það réttlæti sem við eigum skilið,“ sagði Fonseca.
,,Ég er með stuðning frá forseta félagsins. Ég þarf að taka níu mánaða banni fyrir atvik sem ég hef beðist afsökunar á.“
,,Ég sé í fjölmiðlum að það sé talað um árás í garð dómarans. Ég snerti ekki dómarann, ég réðst hins vegar á hann með orðum. Ég réðst hins vegar aldrei á hann og það var aldrei mín áætlun.“