Romelu Lukaku hefur tjáð sig um martraðardvöl sína hjá Chelsea en hann sneri aftur til félagsins árið 2021.
Lukaku kostaði Chelsea 98 milljónir punda frá Inter Milan en eftir aðeins eitt tímabil vildi félagið senda hann annað.
Viðhorf og hegðun Lukaku er talin hafa haft stór áhrif á ákvörðun Chelsea en hann vildi komast aftur til Ítalíu og fékk ósk sína uppfyllta að lokum.
Belginn segir að Chelsea hafi komið illa fram við sig sem og liðsfélaga sína en þeir fengu um tíma ekki að æfa með aðalliði félagsins eða deila búningsklefa.
,,Ég var ekki sá eini sem lenti í svona hjá Chelsea. Pierre Emerick Aubameyang og Hakim Ziech voru einnig utan verkefnis,“ sagði Lukaku.
,,Þeir neyddu okkur til að skipta um föt í búningsklefa unglingaliðsins. Knattspyrnufélag er rekið eins og viðskiptafélag, félagið segir þér að það þurfi ekki á þínum kröftum að halda til lengdar.“
,,Jafnvel þó þú viljir mikið yfirgefa félagið þá er það stundum ekki möguleiki. Þeir bíða þar til á síðustu stundu og þreyta þig á þann hátt.“