Real Madrid hefur áhuga á Ibrahima Konate, miðverði Liverpool, og hefur í hyggju að reyna að fá hann frítt eftir rúmlega ár.
Daily Mail segir frá, en Konate verður samningslaus á Anfield eftir næstu leiktíð og gæti farið frítt til Real Madrid þá.
Real þekkir þessa aðferð vel, en svona fékk félagið Kylian Mbappe til að mynda til sín síðasta sumar og er útlit fyrir að annar leikmaður Liverpool, Trent Alexander-Arnold, sé að fara frítt til spænsku höfuðborgarinnar í sumar.
Konate er lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Liverpool. Real Madrid er ekki eina félagið sem hefur áhuga á honum heldur Paris Saint-Germain í heimalandi hans einnig.