Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce í Tyrklandi, var ekki í miklu stuði á fréttamannafundi eftir 1-3 tap liðsins gegn Rangers í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
Tyrkneskur blaðamaður bar þá upp spurningu sem portúgölsku goðsögninni þótti klárlega allt of löng. Í þokkabót þurfti túlkur að þýða spurninguna á ensku.
Mourinho þóttist sofna á einum tímapunkti en greip svo inn í og sagðist allt of þreyttur fyrir svona spurningu.
Myndband af þessu er hér að neðan.
José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣
📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025