Wayne Rooney, goðsögn Manchester United og Everton, hefur gefið í skyn að hann væri til í að stýra liðinu einn daginn á nýja heimavelli félagsins.
Everton er að klára að byggja nýjan heimavöll sinn og er að yfirgefa Goodison Park í kjölfarið en Rooney er sjálfur fyrrum leikmaður liðsins og er uppalinn hjá félaginu.
David Moyes er í dag stjóri liðsins en Rooney var spurður út í það hvar hann myndi vilja sitja á þessum fallega velli og hafði þetta að segja.
,,Ég væri til í að sitja þarna! Ég man eftir því að mæta á Goodison Park og var fyrir aftan einhverjar súlur. Hérna er ekkert fyrir framan þig og ég held að ekkert sæti verði óþægilegt,“ sagði Rooney og benti á hliðarlínuna.
,,Jafnvel þó að þetta sé stór völlur þá er hann ansi þröngur. Hvernig hann er byggður, ég get séð fyrir mér að það hljóðið verði mikið á þessum velli.“