Amazon mun á þessu ári sýna nýja heimildarmynd sem margir knattspyrnuaðdáendur munu eflaust vilja sjá.
Enska landsliðið er aðalatriðið í þessari heimildarmynd en þar verður kíkt á bakvið tjöldin á EM 2024 í Þýskalandi.
England upplifði ákveðinn rússíbana á EM í fyrra en liðið komst alla leið í úrslit og tapaði þar gegn Spánverjum.
Það er alls ekki langt í að aðdáendur geti horft á þessa mynd en hún verður frumsýnd þann 15. mars næstkomandi.
Tekið er fram að yngri leikmenn Englands séu í aðalhlutverki en nefna má menn eins og Cole Palmer, Kobbie Mainoo og Marc Guehi.