Knattspyrnuaðdáendur skiptast í fylkingar eftir að mynd af mat sem er til sölu hjá ítalska B-deildarliðinu Bari fór í mikla dreifingu.
Matarmenningin í Bari er sögð heldur frábrugðin öðrum stöðum á Ítalíu og þar er til að mynda hægt að finna kolkrabbasamloku og er hún seld á heimavelli knattspyrnuliðsins í borginni.
„Ég starfaði í Bari snemma á tíunda áratugnum. Maturinn þarna er algjörlega magnaður,“ skrifaði einn netverji í umræðunni um kolkrabbasamlokuna.
„Fyrir 8 evrur færðu bestu máltíð ævi þinnar,“ skrifaði annar.
Alls ekki voru þó allir á sama máli.
„Þetta er mjög gáfað dýr sem er sennilega með hærri greindarvísitölu en manneskjur. Myndi ekki borða þetta,“ skrifaði einn.
„Pælið í að þetta lendi á þér í miðjum fagnaðarlátum,“ skrifaði annar.