West Ham er að reyna að tryggja sér þjónustu Angel Gomes, miðjumanns Lille, fyrir næstu leiktíð. Guardian segir frá.
Englendingurinn 23 ára gamli verður samningslaus í Frakklandi í sumar og er ekki útlit fyrir að samningur hans verði framlengdur, en Gomes er í aukahlutverki hjá Lille.
Hann má því ræða við önnur félög nú og fara frítt í sumar. West Ham hyggst nýta sér það, en félagið vill auka breiddina hjá sér fyrir næstu leiktíð.
Gomes er fyrrum leikmaður Manchester United, en hann var þar á yngri árum án þess þó að vera í alvöru hlutverki fyrir aðalliðið.