Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, líkt og alla föstudaga á 433.is.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn er Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, gestur þeirra.
Það er farið yfir komandi leiktíð í Bestu deild karla, undirbúningstímabilið, félagaskiptagluggann og margt fleira.
Í síðasta hluta þáttarins er svo farið yfir leiki vikunnar, helstu fréttir og þess háttar.
Það má horfa á þáttinn í spilaranum hér ofar eða hlusta í spilaranum hér neðar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.