Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Talið barst að KR í þættinum, en Halldór lék þar í yngri flokkum og nú er fyrrum samstarfsmaður hans hjá Breiðabliki, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðsins. Endurbætur standa nú yfir á Meistaravöllum og er til að mynda verið að leggja gervigras.
„Ég bý við hliðina á og fylgist með framkvæmdunum. Það er kominn tími á að uppfæra hlutina í Vesturbænum. Svæðið verður flott þegar þetta verður tilbúið,“ sagði Halldór í þættinum.
KR rétti úr kútnum eftir komu Óskars á síðustu leiktíð og hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu.
„Liðið lítur mjög vel út. Það er gaman að horfa á þá spila, sem er það sem þú býst við undir stjórn Óskars. Þeir verða held ég erfiður andstæðingur fyrir öll lið í sumar.“
Umræðan í heild er í spilaranum.