Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að hann hafi haft lítið að gera með það að Chido Obi Martin hafi yfirgefið félagið fyrir Manchester United.
Obi Martin er 17 ára gamall sóknarmaður sem hefur spilað tvo deildarleiki fyrir United í vetur en fékk aldrei tækifæri á Emirates.
United tryggði sér þjónustu leikmannsins í fyrra en hann hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið Arsenal í dágóðan tíma.
,,Chido Obi að yfirgefa okkur fyrir Manchester United? Ég tók ekki mikinn þátt í þeirri ákvörðun,“ sagði Arteta.
,,Þegar leikmaður ákveður að það sé best fyrir hann að fara þá er ekki mikið sem þú getur gert.“
,,Það er óheppilegt því við viljum halda okkar bestu leikmönnum úr akademíunni og sjá þá ná árangri.“