Arsenal leiðir kapphlaupið um Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig. Frá þessu greinir þýski blaðamaðurinn Christian Falk.
Það hefur reynst Arsenal dýrkeypt að vera ekki með alvöru framherja í sínum röðum á leiktíðinni og er liðið svo gott sem búið að missa af Englandsmeistaratitlinum.
Nokkrir framherjar hafa verið orðaðir við liðið í vetur, þar á meðal Alexander Isak, en Falk segir mun líklegra að hinn 21 árs gamli Sesko komi.
Sesko hefur verið ansi eftirsóttur undanfarin ár, en Arsenal virðist leiða kapphlaupið um hann.
Falk segir leikmanninn og hans fulltrúa vera með heiðursmannasamkomulag við Leipzig um að Sesko megi fara fyrir um 60 milljónir punda í sumar.
Sesko er með 17 mörk og 5 stoðsendingar í öllum keppnum á þessari leiktíð.