Trent Alexander-Arnold er ekki eini leikmaður Liverpool sem stórlið Real Madrid er að skoða samkvæmt heimildum Daily Mail.
Trent er eins og margir vita mikið orðaður við Real þessa dagana en hann verður samningslaus á Anfield eftir tímabilið.
Annar varnarmaður Liverpool, Ibrahima Konate, er talinn vera á óskalista Real en hann verður samningslaus 2026.
Fjallað er um það að ólíklegt sé að Real leggi fram tilboð í Konate í sumar og vill frekar tryggja sér hans þjónustu á frjálsri sölu eftir rúmlega eitt ár.
Konate hefur verið frábær fyrir Liverpool á þessu tímabili en hvort hann hafi áhuga á spænsku höfuðborginni er óljóst.